
HREINN KRAFTUR
Heimsmeistarmótið í bekkpressu með búnaði – Laufey er heimsmeistari
Í dag hófst keppni í HM í bekkpressu með búnaði. Guðný Ásta Snorradóttir og Laufey Agnarsdóttir kepptu báðar í flokki M2 +84. Guðný Ásta opnaði með 105 kg á kjötinu, tók svo 127,5 kg í annarri lyftu í búnaði, sem er 5 kg persónuleg bæting. Hún reyndi svo við 135 kg í síðustu umferð sem… Read More »Heimsmeistarmótið í bekkpressu með búnaði – Laufey er heimsmeistari
Heimsmeistaramótið í klassískri bekkpressu – Opinn flokkur
Opni flokkurinn byrjaði keppni á þriðja degi HM í klassískri bekkpressu. Elín Melgar Aðalheiðardóttir keppti í -69 kg flokki sem var mjög fjölmennur. Elín opnaði með 95 kg á stönginni sem fóru léttilega upp. Í annarri umferð voru 100 kg melduð en ekki vildu þau upp. Í lokaumferð mætti Elín einbeitt á pallinn og gerði… Read More »Heimsmeistaramótið í klassískri bekkpressu – Opinn flokkur
Heimsmeistaramótið í klassískri bekkpressu – Unglingaflokkar
Unglingarnir tóku yfir annan daginn á HM í klassískri bekkpressu í Drammen. Þórður Skjaldberg keppti í -105 kg flokki unglinga. Þórður kom gíraður á keppnisstað og fyrsta lyfta með 160 kg á stönginni fór hratt upp. Í annarri umferð voru 165 kg sett á stöngina. Þórður átti góða tilraun við þau kíló, stöngin fór upp… Read More »Heimsmeistaramótið í klassískri bekkpressu – Unglingaflokkar
Heimsmeistaramótið í klassískri bekkpressu – Master flokkar
Fyrsti dagurinn á HM í klassískri bekkpressu var undirlagður master keppendum. Guðný Ásta Snorradóttir og Laufey Agnarsdóttir kepptu báðar í +84 kg M2 flokki. Guðný opnaði á 105 kg og Laufey á 90 kg. Fyrstu lyfturnar flugu upp hjá stöllunum. Í annarri lyftu fóru 92,5 kg upp hjá Laufeyju og 110 kg hjá Guðnýju. Í… Read More »Heimsmeistaramótið í klassískri bekkpressu – Master flokkar
Heimsmeistaramótið í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði
Heimsmeistaramótið í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði hefst á sunnudaginn 18. maí í Drammen í Noregi. Mótinu lýkur ekki fyrr en sunnudaginn 24. maí en mótið er gríðarlega fjölmennt þar sem keppt er í öllum aldursflokkum. Frá Íslandi mæta fjórir keppendur : Þórður Skjaldberg ÁRM (jr), Elín Melgar Aðalheiðardóttir BRE (O), Guðný Ásta Snorradóttir… Read More »Heimsmeistaramótið í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði
Stangarvarsla
Á heimasíðu KRAFT undir FRÆÐSLA er komin síða um stangarvörslu með myndböndum sem kenna hana. Það er mikilvægt að kraftlyftingafélög hvetji sítt fólk til að kynna sér síðuna. Eitt mikilvægasta starfið á kraftlyftingamótum er að vinna sem stangarmaður. Keppendur setja traust sitt á stangarmennina, að þeir séu reiðubúnir að grípa stöngina og keppenda ef lyfta… Read More »Stangarvarsla
EM í kraftlyftingum með búnaði – Elsa og Sæmundur með verðlaun
Síðustu Íslendingarnir á keppnispallinn voru Elsa Pálsdóttir og Sæmundur Guðmundsson. Elsa keppti í -76 kg M3 flokki og Sæmundur í -83 kg M4 flokki. Elsa opnaði hnébeygju með 160 kg á stönginni en lyftan gekk ekki sem skyldi. Hún tók 160 kg hins vegar örugglega í annarri lyftu. Í þriðju lyftu átti Elsa góða tilraun við… Read More »EM í kraftlyftingum með búnaði – Elsa og Sæmundur með verðlaun
EM í kraftlyftingum með búnaði – Agnes Ýr og Guðfinnur Snær með verðlaun
Ísland átti tvo flotta keppendur í opnum flokki í dag. Agnes Ýr Rósmundsdóttir byrjaði en hún keppti í +84 kg flokki. Þetta var fyrsta alþjóðamót Agnesar Ýrar. Í hnébeygju opnaði hún á 210 kg en náði ekki dýpt, tók þyngdina hins vegar örugglega í annarri. Í þriðju beygju reyndi Agnes Ýr við 227,5 kg en… Read More »EM í kraftlyftingum með búnaði – Agnes Ýr og Guðfinnur Snær með verðlaun
Hádegisfyrirlestur í HR föstudaginn 9. maí – Dr. Allan Johnston kynnir nýjustu rannsóknir um algengi ADHD meðal íþróttafólks í Bretlandi
Á föstudaginn 9. maí býður Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík upp á hádegisfyrirlestur á milli 12-13 í stofu V102. Þar mun Dr. Allan Johnston kynna nýjustu rannsóknir um algengi ADHD meðal íþróttafólks í Bretlandi og útskýra hvernig UKAD (breska lyfjaeftirlitið) fer með greiningu og meðferð. Dr. Johnston mun fjalla um þrjú helstu einkenni ADHD – athyglisbrest,… Read More »Hádegisfyrirlestur í HR föstudaginn 9. maí – Dr. Allan Johnston kynnir nýjustu rannsóknir um algengi ADHD meðal íþróttafólks í Bretlandi
EM í kraftlyftingum með búnaði – Alex Cambray Orrason með silfur í hnébeygju
Alex Cambray Orrason keppti í dag í -93 kg opnum flokki. Hann átti geggjaðan beygjudag. Opnaði á 327,5 kg, tók næst 345 kg og í þriðju beygju lyfti hann 357,5 kg sem er 10 kg bæting á hans eigin Íslandsmeti. Þessi lyfta tryggði honum silfur í hnébeygju í feykisterkum flokki. Bekkpressan var spennandi, fyrstu tvær… Read More »EM í kraftlyftingum með búnaði – Alex Cambray Orrason með silfur í hnébeygju



















