Til upplýsinga – Skrifstofa KRAFT
Skrifstofa KRAFT er á 4.hæð í húsi 4 í íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal. Starfsmaður er Lára Bogey Finnbogadóttir ([email protected] – Sími 868 5332). Það hefur ekki verið fastur opnunartími á skrifstofu þar sem félagsmenn og aðrir geta hitt á starfsmann. Breyting verður á því en Lára Bogey mun hér eftir verða með fastan skrifstofutíma á þriðjudögum kl.… Read More »Til upplýsinga – Skrifstofa KRAFT
Evrópumeistaramót unglinga í klassískum kraftlyftingum
Föstudaginn 28. nóvember byrjaði Evrópumeistaramót unglinga í klassískum kraftlyftingum. Mótið er haldið í borginni Druskininkai í Litháen. Ísland á sex keppendur á mótinu. Mótið er fjölmennt eins og síðustu árin og verður spennandi að fylgjast með okkar fólki keppa við þau bestu. Þjálfarar eru Auðunn Jónsson og Hinrik Pálsson. Helgi Hauksson mun sinna dómgæslu. Beint… Read More »Evrópumeistaramót unglinga í klassískum kraftlyftingum
Íslandsmeistaramót öldunga í klassískum kraftlyftingum – Úrslit
Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót öldunga í klassískum kraftlyftingum og mótshaldari var Kraftlyftingafélag Akraness. Mótið var mjög fjölmennt og fulltrúar í öllum aldursflokkum. Það er óhætt að segja að fjöldinn allur af Íslandsmetum var sleginn sem og æði margar persónulegar bætingar. KRAFT óskar öllum keppendum innilega til hamingju með mótið. Stigahæstu einstaklingarnir í kvennaflokki urðu… Read More »Íslandsmeistaramót öldunga í klassískum kraftlyftingum – Úrslit
Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum með búnaði – Agnes Ýr og Guðfinnur Snær á pallinum
Það voru tveir Íslendingar sem mættu á pallinn í dag, Agnes Ýr Rósmundsdóttir og Guðfinnur Snær Magnússon. Agnes í +84 kg flokki og Guðfinnur í +120 kg flokki. Agnes Ýr átti frábæran dag á pallinum. Hrikalegar bætingar í öllum greinum. Í hnébeygju opnaði hún á 225 kg en fékk hana ógilda vegna dýptar. Agnes massaði… Read More »Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum með búnaði – Agnes Ýr og Guðfinnur Snær á pallinum
Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum með búnaði
Alex Cambray Orrason mætti fyrstur af Íslendingunum á pallinn í dag. Hann keppir í -93 kg flokki og var í A-holli. Alex opnaði í hnébeygju með 320 kg á stönginni. Stöngin hreyfðist vel en því miður var beygjan ekki nógu djúp. Í annarri umferð voru sömu kíló sett á en aftur ekki nógu djúp. Alex… Read More »Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum með búnaði
Luxembourg Open Invitational / Small Nations Cup
Í vikunni kom tölvupóstur frá lúxemborgíska kraftlyftingasambandinu þar sem staðfest var að þau munu halda eins og fyrr í ár Luxembourg Open Invitational / Small Nations Cup – Powerlift meet. Þetta mót er hugsað sem undirbúningur fyrir það að koma kraftlyftingum inn á Smáþjóðaleikana. Keppt er í klassískum kraftlyftingum og verður mótið haldið 20.-22. febrúar… Read More »Luxembourg Open Invitational / Small Nations Cup
Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum með búnaði og Special Olympics
Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum með búnaði Mótið hófst í gær mánudaginn 10. nóvember. Mótið er haldið í borginni Cluj Napoca í Rúmeníu. Frá Íslandi mæta þrír nautsterkir keppendur. Það eru þau Agnes Ýr Rósmundsdóttir, Alex Cambray Orrason og Guðfinnur Snær Magnússon. Þjálfarar og aðstoðarmenn eru Hjálmar Andrésson, Júlían J.K. Jóhannsson og Lára Bogey Finnbogadóttir. Beint streymi… Read More »Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum með búnaði og Special Olympics
Íslandsmeistaramót öldunga í klassískum kraftlyftingum – UPPFÆRÐ TÍMAÁÆTLUN
Tímáætlun fyrir Íslandsmeistaramót öldunga í klassískum kraftlyftingum hefur verið uppfærð. Mótshaldari er Kraftlyftingafélag Akraness og verður mótið haldið sunnudaginn 23. nóvember í íþróttahúsinu Vesturgötu 130 á Akranesi. UPPFÆRÐ TÍMAÁÆTLUN Mótshluti 1 HOLL 1 Kvennaflokkur: -57 kg / -63 kg / -69 kg / -76 kg Karlaflokkur: -74 kg HOLL 2 Kvennaflokkur: -84 kg / +84… Read More »Íslandsmeistaramót öldunga í klassískum kraftlyftingum – UPPFÆRÐ TÍMAÁÆTLUN
Íþróttaeldhugi ársins 2025
Íþróttaeldhugi ársins 2025 Íslendingar eru hvattir til að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni sem hafa lagt hjarta og sál í að efla íþróttastarf um land allt. Nú er kominn tími til að lyfta upp hetjunum á bak við tjöldin, fólkinu sem lætur allt gerast. Tilnefning á Íþróttaeldhuga ársins 2025 fer fram samhliða… Read More »Íþróttaeldhugi ársins 2025
Reglugerð um stigakeppni félaga uppfærð
Reglugerð um stigakeppni félaga hafði verið óbreytt síðan 2015. Á síðustu árum hefur mótum fjölgað sem og þátttakendum í öllum aldurshópum. Ný reglugerð endurspeglar þessa jákvæðu þróun með því að skipta stigakeppnum eftir aldursflokkum (unglingaflokkur, opinn flokkur og öldungaflokkur). Uppfærð reglugerð var samþykkt á stjórnarfundi 4. nóvember 2025 og mun taka gildi 1. janúar 2026.… Read More »Reglugerð um stigakeppni félaga uppfærð










